16.6.2008 | 14:20
Sjötti dagur námskeiðs
6. dagur
Eftir að hafa tekið stuttar spunaæfingar í leikhúsinu í morgun tókum við strætó niður í miðbæ og heimsóttum Landnámssýninguna í Aðalstræti. Fengum þar með eindæmum góða leiðsögn og getum vonandi nýtt okkur eitthvað af hugmyndum þaðan þegar við höldum áfram að vinna með sögur úr hinni fornu goðafræði. Eftir hádegið var skipt í tvo hópa sem unnu nánar með upphafið að sögunni um það er hamrinum Mjölni var stoðlið. Margar góðar hugmyndir skutu upp kollinum svo nú þarf að fara að púsla saman.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.