Fimmti dagur námskeiðs

5. dagur

Við hófum daginn á að fara í myndastyttuæfingu þar sem krakkarnir gerðu styttur hvort úr öðru. Æfðum okkur líka aðeins að segja sögu í hópnum. Að ósk barnanna fengu þau síðan að æfa draugaspuna sem voru mjög skemmtilegir. Að því loknu var enn á ný tekið til við söguna af hamri Þórs og unnið með hana í tveimur hópum. Um hádegi fórum við upp í garðinn við Listasafn Einars Jónssonar. Þar fengu krakkarnir það verkefni að gera spuna sem byggðu á höggmyndunum í garðinum. Er við komum aftur í leikhúsið héldu Bergljót og Ragnheiður áfram að æfa dansinn með krökkunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband