12.6.2008 | 13:54
Fjórði dagur námskeiðs
4. dagur
Enn var byrjað á upphitunaræfingum með öllum hópnum. Síðan farið í spunaleiki. Puttalingurinn, þar sem ferðalangar taka upp puttaling og taka allir upp hegðun hans. Eftir það var skipt í hópa sem áttu að prjóna við sögurnar um Þór og Loka frá því fyrr í vikunni. Einnig spunnið út frá stökum orðum á miðum. Þar sem enn var hin mesta veðurblíða úti héldum við áfram úti á Miklatúni eftir hádegið og lékum okkur þar enn meira með sögur úr goðafræðinni. Er heim í leikhús var komið tóku við dansæfingar undir stjórn Bergljótar og Ragnheiðar Lóu.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 14:14 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.