10.6.2008 | 23:06
Annar dagur nįmskeišs
2. dagur
Viš hófum daginn į nokkrum léttum leikjum, m.a. "jį leiknum" til aš žjįlfa okkur ašeins ķ jįkvęšninni. Aš žvķ loknu var skipt ķ žrjį hópa sem hver um sig įttu aš undirbśa spuna byggšan į fyrirsögn śr dagblaši. Sķšan var lesin sagan um žaš žegar žursinn Žrymur stal hamri Žórs og krakkarnir léku svo söguna, aftur ķ žremur fjögurra manna hópum. Eftir hįdegiš var fariš ķ "spęjaraferš" nišur ķ bę. Žį voru krakkarnir meš minnisbękur meš sér og įttu aš punkta nišur minnisatriši um įhugaveršar persónur sem į vegi žeirra uršu. Er viš komum aftur ķ leikhśsiš voru žessar persónur nżttar ķ spuna.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.