Sumarnámskeiðið hafið

img_0003Hið árlega sumarnámskeið Möguleikhússins hófst í dag, mánudaginn 9. júní. Þátttakendur að þessu sinni eru 12 talsins, á aldrinum 8-12 ára. Leiðbeinendur eru Margrét Pétursdóttir og Pétur Eggerz. Þeim til aðstoðar eru Bergljót Pétursdóttir og Ragnheiður Lóa Stefánsdóttir. Við munum birta dagbók námskeiðsins hér á síðunni og einnig á heimasíðu leikhússins, www.moguleikhusid.is

1. dagur

1995412_img_0006Það voru 12 gallvaskir krakkar sem mættu á námskeiðið í morgun, 10 stelpur og tveir strákar. Við byrjuðum á að fara í nafnaleiki og aðra létta spunaleiki til að hrista hópinn saman. Veltum fyrir okkur hvað þyrfti til að búa til leiksýningu og komumst að því að í raun þyrfti ekkert annað en leikara. Eftir hádegið var farið í blindingsleik og í lok dags kynntum við okkur söguna af sköpun heimsins samkvæmt norrænu goðarfræðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband