9.6.2008 | 15:34
Sumarnámskeiðið hafið
Hið árlega sumarnámskeið Möguleikhússins hófst í dag, mánudaginn 9. júní. Þátttakendur að þessu sinni eru 12 talsins, á aldrinum 8-12 ára. Leiðbeinendur eru Margrét Pétursdóttir og Pétur Eggerz. Þeim til aðstoðar eru Bergljót Pétursdóttir og Ragnheiður Lóa Stefánsdóttir. Við munum birta dagbók námskeiðsins hér á síðunni og einnig á heimasíðu leikhússins, www.moguleikhusid.is
1. dagur
Það voru 12 gallvaskir krakkar sem mættu á námskeiðið í morgun, 10 stelpur og tveir strákar. Við byrjuðum á að fara í nafnaleiki og aðra létta spunaleiki til að hrista hópinn saman. Veltum fyrir okkur hvað þyrfti til að búa til leiksýningu og komumst að því að í raun þyrfti ekkert annað en leikara. Eftir hádegið var farið í blindingsleik og í lok dags kynntum við okkur söguna af sköpun heimsins samkvæmt norrænu goðarfræðinni.
Flokkur: Menning og listir | Facebook


komediuleikhusid
leikhusid
draumasmidjan
id
mariakr
steinunnolina
hallkri
eggmann
stoppleikhopurinn
malacai
arnthorhelgason
polli
asenunni
sjalfstaeduleikhusin
storyteller
dofri
eythora
sokkabandid
kristinm
kvenfelagidgarpur
10fingur
lillagud
sirrycoach
siggikaiser
tjarnarbio
urki
vefritid
theld
vitinn





Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.