Fleiri fréttir frá Ástralíu

Ástralía maí 08 364Nú er farið að líða að lokum heimsþings barnaleikhúsa og alþjóðlegu barnaleikhúshátíðarinnar hér í Adelaide í Ástralíu. Gærdagurinn var undirlagður af umræðuhópum þar sem fjallað var um allt milli himins og jarðar sem viðkemur barnaleikhúsi. Þar kom margt áhugavert fram og gaman að heyra hversu svipaðar vangaveltur fólks eru, saman hvaðan það kemur. Meðal umræðuefna var leikhús fyrir yngstu börnin, spurningin hvort leikhús geti haft áhrif á samfélagið, hlutverk leikhússins í fjölmenningarsamfélaginu, vangaveltur um hvaðan efniviðurinn í leiksýningarnar komi o.s.fr.v. Í dag var hinsvegar gengið til kosninga og ákveðið hvar næsta þing skyldi haldið. Það var nokkur spenna í loftinu, þrjú tilboð voru í að halda þingið 2011, frá London, Linz í Austurríki og sameiginlegt tilboð frá Svíþjóð og Danmörku að halda það í Kaupmannahöfn og Malmö. Niðurstaðan var sú að árið 2011 mun barnaleikhúsfólk allsstaðar að úr heiminum hittast í Kaupmannahöfn og Malmö. Það er sérstaklega ánægjulegt fyrir okkur í íslensku barnaleikhússamtökunum þar sem allar norðurlandaþjóðirnar munu eiga virkan þátt í undirbúningsvinnunni. Það var einnig kosinn nýr framkvæmdastjóri fyrir samtökin, en Svíinn Niclas Malmkrona, sem gegnt hefur starfinu af stakri prýði í 9 ár gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Í hans stað var Króatinn Ivica Simic kjörinn. Þá var einnig kjörið nýtt 14 manna framkvæmdaráð með fullrúum úr öllum heimálfum. Á morgun mun ég síðan hella mér í að sjá sýningar, á bókaða miða á einar sex!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband