Heimsþing barnaleikhúsa í Ástralíu

Þessa dagana er Pétur Eggerz, stjórnandi Möguleikhússins og formaður ASSITEJ Íslands, Samtaka um barna- og unglingalaikhús á Íslandi, staddur í Adelaide í Ástralíu þar sem fram fer alheimsþing ASSITEJ, Alþjóðasamtaka um barna- og unglingaleikhús. Hann skrifar eftirfarandi pistil þaðan.

Adelaide 13. maí 2008

Pétur með koalabjörnHingað til Adelaide kom ég að morgni föstudagsin 9. maí eftir ferðalag em tók hátt á ánnan sólarhring með viðkomu í Amsterdam og Singapore. Tilefnið það að hér fer fram 16 heimsþing AISSTEJ, sem eru alþjóðasamtök um barna- og unglingaleikhús, en Ílendingar hafa átt aðild að samtökunum frá árinu 1990. Þing sem þetta er haldið þriðja hvert ár og var síðast haldið 2005 í Montreal í Kanada. Þar var ákveðið að næsta þing skyldi haldið í Ástralíu og því hefur barnaleikhúsfólk úr öllum heimshornum tekið stefnuna hingað.  Á þinginu er kosin framkvæmdatjórn til næstu þriggja ára, auk þess sem kosið verður í stöður forseta, framkvæmdastjóra og gjaldkera. Ákveðið er að hvaða markmiðum samtökin kulu vinna á næstu þremur árum og að lokum ákveðið hvar næsta þing, sem haldið verður 2011, skuli haldið. Þá er þingið ekki hvað síst tækifæri barnaleikhúsfólks allsstaðar að úr heiminum til að hittast og ræða málin. Jafnhliða þinginu er hér haldin alþjóðleg barnaleikhúshátíð þar sem gefur að líta úrval leiksýninga úr öllum heimshornum.

Ferðin frá Íslandi til Adelaide tók allnokkurn tíma, alls liði 33 klukkutímar frá því lagt var upp frá Keflavíkurflugvelli uns lent var í Ástralíu. Þá var búið að millilenda í Amsterdam og Singapúr. Maður var því þreyttur og vankaður fyrsta daginn hér. Það má líka segja að hér sé flest nokkuð öfugsnúið miðað við heima á Íslandi, klukkan er níu og hálfum tíma á undan, hér er haust og laufin að falla af trjánum (þó úti sé 20 stiga hiti og sól), svanirnir eru svartir og allir keyra á vinstri akrein. Eftir rúman sólarhring var maður þó svotil laus við flugþreytuna og tilbúinn að hella sér út í að sjá nokkrar þeirra sýninga sem boðið er upp á. Meðal þeirra sem vöktu athygli mína má nefna nokkrar.

FluffFluff er áströlsk sýning fyrir yngri börn. Höfundur, leikstjóri og höfundur leikmyndar er Christine Johnston, en hún leikur einnig í sýningunni. Hér segir frá tveimur sérstökum konum sem safna saman leikföngum sem eigendurnir hafa glatað og gefa þeim nýtt líf á einstaklega skemmtilegan hátt. Frá Kóreu kemur sýningin Gamoonjang Baby sem byggir á gamalli þjóðsögu. Fjórir leikarar segja söguna af einstakri lífgleði og krafti með mikilli líkamstjáningu og tónlist. Ég varð raunar þes heiðurs aðnjótandi að vera kallaður upp á sviðið til að aðstoða í einu Gamoonjang%20Babyatriði sýningarinnar. Mitt fyrsta hlutverk í kóreönsku leikhúsi! Überraschung er danssýning sem kemur frá Austurríki. Tveir dansarar koma áhorfendum sífellt á óvart með smáum sem stórum uppátækjum og enda með að skvetta vatni úr hjólbörum yfir allt sviðið við mikinn fögnuð áhorfenda. Gaman að sjá hversu skemmtilega hluti er hægt að gera fyrir börn í danssýningum. Fleiri góðar sýningar eru hér að sjálfsögðu, en ég læt duga að nefna þessar í bili.

En það er ekki bara boðið upp á leiksýningar. Umræðufundir og málþing um leikhús fara fram á hverjum degi. Susanne Osten, leikstjóri frá Svíþjóð er sérstakur gestur hátíðarinnar. Hún flutti erindi um sýningu sem hún hefur unnið með leikhúsinu Unga Klara í Stokkhólmi fyrir börn á aldrinum 5 mánaða til eins árs. Sér til aðstoðar hafði hún barnaálfræðing og ef dæma má að kynningarmyndbandi um verkið er hér um mjög áhugaverða leikhúsvinnu að ræða, ein og ævinlega þegar Susanne Osten er annars vegar. Hún tók raunar einnig þátt í pallborðsumræðum um leikritun fyrir börn og unglinga ásamt höfundum frá Ástralíu, Argentínu og Þýskalandi. Fleiri umræðufundir verða næstu daga.

Ástralía maí 08 153Mánudaginn 12. maí hófst síðan sjálft þingið sem stendur til vikuloka. Þar er dagskráin stíf og mörg formsatriði sem þarf að uppfylla. Engu að síður gefst af og til tími til að bregða sér í hlutverk túristans. Þannig fór ég t.d. á sunnudag í ferð í svokallaðan "wildlife" garð þar sem unnt var að komast í návígi við kengúrur, kóalabirni, dingóa og fleiri af hinum sérstöku áströlsku dýrum.

Meiri upplýsingar um þingið og hátíðina er að finna á slóðinni http://www.assitej2008.com.au/festival/festival-program

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband