30.4.2008 | 15:28
Barnavinafélagiš Sumargjöf styrkir Möguleikhśsiš
Sunnudaginn 27. aprķl veitti Barnavinafélagiš Sumargjöf Möguleikhśsinu styrk aš upphęš kr. 2.000.000 viš sérstaka athöfn ķ leikskólanum Gręnuborg. Žaš er leikhśsinu ómetanlegt aš hljóta stušning sem žennan, ekki sķst nś žegar stušningur opinberra ašila viš starfsemina hefur dregist verulega saman. Žaš er žvķ meš miklu žakklęti sem viš tökum viš žessari upphęš frį žessu merka félagi, sem hefur ķ rśm įttatķu įr sinnt hagsmunamįlum barna af mikilli alśš. Um leiš gerum viš okkur grein fyrir aš stušningnum fylgir sś įbyrgš aš viš höldum starfi okkar įfram og leggjum metnaš okkar ķ aš bjóša börnum og unglingum vandašar leiksżningar.
Auk Möguleikhśssins hlutu bókmenntahįtķšin Mżrin, Žjóšminjasafniš og Bryndķs Gušmundsdóttir, talmeinafręšingur, styrki frį Barnavinafélaginu Sumargjöf.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:58 | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju meš žetta!
Kvešja,
Hallmundur Kristinsson, 30.4.2008 kl. 21:41
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.