22.4.2008 | 14:26
Möguleikhúsið gerir víðreist
Það má svo sannarlega segja að Möguleikhúsið sé á ferð og flugi þessa dagana. Auk sýninga á höfuðborgarsvæðinu eru sýningar framundan í ýmsum landshlutum. Miðvikudaginn 23. apríl fer leikhúsið með Sæmund fróða austur á Hvolsvöll og sýnir í grunnskólanum þar, sumardaginn fyrsta, 24. apríl, er Höll ævintýranna sýnd í Festi í Grindavík og Landið vifra í Félagsheimilinu á Hvammstanga, mánudaginn 28. apríl eru þrjár sýningar á Sæmundi fróða í Sindrabæ, Höfn í Hornafirði, fyrir grunnskólabörn á svæðinu og í maí er áætluð leikferð norður í land með Langafa prakkara. Það er því ekki hægt að segja annað en það standi undir nafni sem ferðaleikhús um þessar mundir.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.