26.3.2008 | 11:34
Jón Viðar bara nokkuð hress
Jón Viðar Jónsson leiklistargagnrýnandi fjallar um sýningu Möguleikhússins á Aðventu í DV í dag og er bara nokkuð hress með hana. Gefur henni 3 stjörnur, sem er bara harla gott á þeim bænum. Hann segir m.a.: "Það er gott framtak hjá Möguleikhúsinu að taka þessa góðu sögu fram, ágæt tilbreyting frá þeim barnasýningum sem leikhúsið hefur sérhæft sig í. Vona bara að þau geti haldið áfram, þó að fjárveitingavaldið hafi svipt þau rekstrarstyrk þetta árið." Hrifnastur er hann þó af leikmynd Messíönu Tómasdóttur, á raunar vart orð til að lýsa hrifningu sinni af henni. Um leikmyndina segir hann m.a.: "Ég gat bara ekki að því gert: öðru hverju allan tímann var ég að skoða þetta og hugsa hvílíkt innsæi það sýndi bæði í sögu Gunnars og kristindóminn yfirleitt."
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju með sýninguna - og dóminn!
Kveðja
Hallmundur Kristinsson, 26.3.2008 kl. 14:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.