19.3.2008 | 14:19
Aðventa fær góðar viðtökur
Þá erum við búin að frumsýna Aðventu og ekki annað hægt að segja en hún hafi fengið góðar vitökur.
Leiklistargagnrýnandi Víðsjár á Rás 1, Þorgerður E. Sigurðardóttir, fjallaði um sýninguna s.l. mánudag og fór um hana mjög lofsamlegum orðum. Gagnrýnina má heyra í vefútgáfu þáttarins á slóðinni http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4386933
Silja Aðalsteinsdóttir fjallar um sýninguna í Viðskiptablaðinu í dag, 19. mars, og segir þar m.a.: "Pétur Eggerz leikari og leikhússtjóri Möguleikhússins vinnur afrek með túlkun sinni á sögu Gunnars sem frumsýnd var á sunnudagskvöldið. Hann segir þessa rammíslensku hrakningasögu af einlægni og dirfsku, leikur persónur hennar tilgerðarlaust en þó af styrk, þannig að þær standa ljóslifandi fyrir framan mann."
Umsögn Silju má einnig lesa á heimasíðu Tímarits máls og menningar á slóðinni http://www.tmm.is/default2.asp?strAction=getPublication&intPublId=1461
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.