
Þá er búið að ákveða frumsýningardaginn á Aðventu hér í Möguleikhúsinu. Það dugar ekki minna en sjálfur pálmasunnudagurinn og þar sem þessi sýning er ætluð unglingum og fullorðnum verður brugðið út af vananum með frumsýningartímann og frumsýnt kl. 20:00. Það hefur óneitanlega sett nokkurn svip á æfingatíma Aðventu að á sama tíma hafa aðstandendur Möguleikhússins þurft að eyða miklum kröftum í að berjast fyrir framtíð leikhússins, sem fékk eins og fram hefur komið engan stuðning við síðustu úthlutun Leiklistarráðs Menntamálaráðuneytisins. En nú er bara að spýta í lófana á lokasprettinum. Það stefnir allt í að þetta verði síðasta frumsýning Möguleikhússins í húsnæðinu við Hlemm. Miðað við núverandi aðstæður er ekki unnt að standa undir rekstri húsnæðisins, en unnið er að öðrum lausnum á húsnæðismálunum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.