28.2.2008 | 16:03
Skrímslum vel tekið
Sýningu Kómedíuleikhússins á Skrímslum, sem haldin var hér í Möguleikhúsinu á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands, í hádeginu í gær, miðvikudag, var með eindæmum vel tekið. Það var greinilegt að náttúrufræðingarnir kunnu vel að meta þennan óvenjulega fyrirlestur skrímslafræðingsins Jónatans. Þó var greinilegt að sumir vissu ekki alveg hvaðan á þá stóð veðrið, enda vanari hefðbundnari fyrirlesurum. Þarna er kannski kominn nýr vettvangur fyrir leikhúsið, að bjóða leiksýningar í dulargerfi fyrirlesturs.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.