Skrímsli í Möguleikhúsinu

Frá Náttúrufræðistofnun Íslands:

Náttúrufræðistofnun vill vekja athygli á HRAFNAÞINGI Á HLEMMI - opnum fræðsluerindum stofnunarinnar.

Erindi eru flutt að jafnaði annan hvern miðvikudag og eru haldin í sal Möguleikhússins á Hlemmi, Reykjavík.
Þau hefjast kl. 12:15 og er lokið kl. 13:00

Sérstakur auka fyrirlestur verður á Hrafnaþingi miðvikudaginn 27. febrúar þar sem gestafyrirlesari kemur frá Ísafirði. Fyrirlesturinn er fluttur í samvinnu við Möguleikhúsið og nefnist

Skrímsli

jth_skrimsliJónatan Þorvaldsson skrímslafræðingur
frá Ísafirði og sérfræðingur hjá Náttúruundrastofnun vest-norræna Atlantshafsráðsins, flytur fyrirlestur um rannsóknir sínar um tilvist skrímsla á og við Ísland.

Frá örófi alda hafa skrímsli af ýmsum toga reglulega sést í sjó og vötnum á Íslandi. Strax í Landnámu er getið sjávar- og vatnaskrímsla og frásögur af samskiptum þeirra við landsmenn frá fyrstu öldum Íslandsbyggðar fylla heilu ritsöfnin. Skepnur þessar eru af ýmsum toga, litlar og stórar, grimmar, ljúfar, illskeyttar og stundum jafnvel lífhættulegar. En hverjar eru þessar dularfullu verur, hvar er þær helst að finna og hvernig er best að bera kennsl á þær?

Þessum spurningum svarar Jónatan Þorvaldsson og setur um leið fram óvéfengjanlega sannanir fyrir tilvist skrímsla í sjó og vötnum á Íslandi.

Nánari upplýsingar um fyrirlesturinn má nálgast á slóðinni http://www.moguleikhusid.is/moguleikhusid/leiksyningar/skrimsli/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband