Orð í tíma töluð

Sveinn EinarssonÍ Morgunblaðinu í gær, fimmtudaginn 21. febrúar, birtist athyglisverð grein eftir Svein Einarsson, fyrrverandi Þjóðleikhússtjóra. Þar gerir hann að umræðuefni það ófremdarástand sem ríkir er kemur að stuðningi Menntamálaráðuneytisins við sjálfstæð atvinnuleikhús. Í greininni kemur Sveinn með skýrar og vel rökstuddar tillögur um hvernig megi haga þessum málum. Það er að minnsta kosti ljóst að þegar skipulagið er með þeim hætti að órökstudd ákvörðun þriggja manna nefndar getur gert að engu uppbygginu síðustu átján ára, líkt og nú stefnir allt í hér hjá okkur í Möguleikhúsinu, er kominn tími til að taka það til gagngerðrar endurskoðunar.

Grein Sveins má nálgast á heimasíðu Sjálfstæðu leikhúsanna á slóðinni http://www.leikhopar.is/Apps/WebObjects/BandSjalfsLeikhusa.woa/1/wa/dp?detail=1001355&name=leikhopar_frett_nanar&wosid=ik6W00gqGOMkfaAExhn4fM


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband