21.2.2008 | 10:53
Höll ævintýranna á Hvanneyri
Möguleikhúsið er mikið á ferð og flugi með sýningar sínar þessa dagana. S.l. miðvikudag lá leiðin upp í Borgarfjörð þar sem leiksýningin Höll ævintýranna var sýnd fyrir börnin í leik- og grunnskólanum á Hvanneyri. Það er Bjarni Ingvarsson sem leikur í sýningunni, en hann er einnig höfundur handritsins. Sýningin er í formi frásagnarleikhúss þar sem Bjarni bregður sér í hlutverk sagnaþular sem segir börnunum nokkur ævintýri og færir þau um leið í leikrænan búning. Leikstjóri er Sigurður Sigurjónsson en höfundur leikmyndar og búninga Katrín Þorvaldsdóttir. Fleiri sýningar á Höll ævintýranna verða á næstunni í grunn- og leikskólum jafnt innan höfuðborgarsvæðisins sem utan þess.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.