19.2.2008 | 11:53
Langafi prakkari í 07/08 bíó leikhús
Möguleikhúsið verður til umfjöllunar í sjónvarpsþættinum 07/08 bíó leikhús fimmtudaginn 21. febrúar. Tilefnið er 200. sýning leikhússins á Langafa prakkara sem sýnd var í leikskólanum Brákarborg fyrir skömmu. Myndatökumaður þáttarins mætti á staðinn, en þess má til gamans geta að leikhópurinn fékk með eindæmum góðar viðtökur á Brákarborg, boðið var upp á afmælistertu í tilefni þessarar tvöhundruðustu sýningar og hvaðeina. Í þættinum verður einnig viðtal Þorsteins J. Vilhjálmssonar við Pétur Eggerz, sem er leikstjóri og höfundur leikgerðarinnar af Langafa prakkara.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.