Æfingar hafnar á Aðventu

Pétur Eggerz æfir AðventuÆfingar standa nú yfir á Aðventu Gunnars Gunnarssonar í Möguleikhúsinu við Hlemm. Það er Alda Arnardóttir sem hefur unnið leikgerð upp úr verkinu, en hún er einnig leikstjóri sýningarinnar. Sýningin er unnin með aðferðum frásagnarleikhússins þar sem aðeins einn leikari, Pétur Eggerz, stendur á sviðinu, er sögumaður og bregður sér í öll hlutverk sögunnar. Tónlist og hljóðmynd kemur einnig til með að skipa stóran sess í sýningunni, má í raun segja að hún gegni hlutverki annars leikara. Það er Kristján Guðjónsson sem er höfundur hljóðmyndarinnar, en þetta er í fyrsta sinn sem hann vinnur með okkur að sýningu í Möguleikhúsinu. Leikmynd og búninga hannar Messíana Tómasdóttir sem oft hefur unnið með Möguleikhúsinu, síðast í sýningunni um Sæmund fróða.

Frumsýning á Aðventu er áætluð í fyrri hluta mars.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband