Möguleikhúsinu boðið til Bandaríkjanna

Pétur Eggerz í VöluspáMöguleikhúsinu hefur verið boðið til Bandaríkjanna á næsta leikári með leiksýninguna Völuspá. Þetta eru vissulega gleðilegar fréttir á sama tíma og leikhúsið berst fyrir lífi sínu eftir að Menntamálaráðuneytið setti það út af sakramentinu.

Völuspá var frumsýnd á 10 ára afmæli Möguleikhússins árið 2000. Höfundur Völuspár er Þórarinn Eldjárn, leikstjóri Peter Holst, tónlistarstjóri Guðni Franzson og leikmynd eftir Anette Werenskiold. Á sviðinu eru Pétur Eggerz og Stefán Örn Stefánsson. Sýningin hlaut með eindæmum góðar viðtökur, fékk íslensku leiklistarverðlaunin Grímuna og var sýnd víða um lönd, m.a. í Rússlandi, Svíþjóð, Finnlandi, Kanada, Þýskalandi, Frakklandi og Færeyjum. Sýningum á Völuspá lauk formlega fyrir tveimur árum síðan, en nú liggur semsagt fyrir að sýningin verður tekin upp að nýju og hver veit hvert leiðir hennar munu liggja í framtíðinni.

Við segjum nánar frá leikferðinni þegar ítarlegi upplýsingar liggja fyrir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Til hamingju með þetta!

Bestu kveðjur.

Hallmundur Kristinsson, 8.2.2008 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband