Eigum við að draga upp danska fánann?

odysseusA5Eins og fram hefur komið hlýtur Möguleikhúsið engan stuðning frá Menntamálaráðuneytinu þetta árið. Þetta leiðir hugann að samanburði við sambærileg leikhús í nágrannalöndunum. Í Danmörku hefur um árabil verið staðið sérlega vel að starfsumhverfi barnaleikhúsa. Þangað höfum við í Möguleikhúsinu oft sótt innblástur og í tvígang fengið leikstjóra þaðan.

Árið 2000 fengum við hingað Peter Holst til að leikstýra Völuspá, sem hlaut síðar Grímuverðlaunin. Peter rekur sitt eigið leikhús í Danmörku, Det lille turneteater. Það er fróðlegt að bera það leikhús saman við Möguleikhúsið því þau eiga margt sameiginlegt, en annað ekki.

Bæði voru leikhúsin stofnuð 1990.

Möguleikhúsið hlaut í fyrsta sinn styrk frá íslenska menntamálaráðuneytinu 1994 en Det lille turneteater frá danska menntamálaráðuneytinu 1995.

Möguleikhúsið sýnir fyrir 15-20.000 áhorfendur á ári en Det lille turneteater fyrir 20-25.000 áhorfendur.

Á þessu ári hlýtur Möguleikhúsið kr. 0 frá menntamálaráðuneyti Íslands en Det lille turneteater kr. 46.930.000 frá danska menntamálaráðuneytinu. 

Að auki geta dönsk barnaleikhús sem sýna í skólum verðlagt sínar sýningar allt að tvöfalt á við það sem við getum hér heima.

Maður veltir fyrir sér hvort þetta með sjálfstæðið hafi verið mistök ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef alltaf fílað Dani og m.a. hve gott sýstem þeir hafa t.d. í leiklistarmálum og ekki síður er gott fyrir fjölskyldufólk að búa í Danmörku.

Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband