7.2.2008 | 19:01
Brotið á rétti barna
Úthlutanir menntamálaráðuneytisins til starfsemi atvinnuleikhópa eru okkur í Möguleikhúsinu sérlega hugstæðar þessa dagana. Þar er margt sem vekur mann til umhugsunar. Það virðist sem aðeins tvö verkefni ætluð börnum séu að fá stuðning. Þessi tvö verkefni fá samanlagt 3,5 milljónir króna og 6 starfslaunamánuði. Það eru 5,7% af heildarpakkanum. Til viðmiðunar má nefna að iðulega er rætt um að börn að 15 ára aldri séu um 20-25% hverrar þjóðar. Hér má því fullyrða að réttur barna til að njóta menningar sé brotinn.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.