Jólum lokið og Aðventa gengur í garð

adventaÞó jólunum sé lokið má segja að nú gangi Aðventa í garð í Möguleikhúsinu. Um þessar mundir eru að hefjast æfingar á nýrri sýningu sem byggir á hinni kunnu sögu, Aðventu, eftir Gunnar Gunnarsson. Hér er um að ræða einleik í formi frásagnarleikhúss sem frumsýndur verður í mars. Aðventa er án efa vinsælasta saga Gunnars Gunnarssonar og er enn gefin út í stórum upplögum víða um lönd.
Vinnumaðurinn Benedikt fer til fjalla í vetraríki aðventunnar að leita þess fjár sem eftir varð er smalað var um haustið. Það er köllun hans að koma þessum villuráfandi sauðum í öruggt skjól fyrir hátíðirnar. Þetta er klassísk saga um náungakærleika og fórnfýsi.
Leikstjóri sýningarinnar og höfundur leikgerðar er Alda Arnardóttir, leikmynd og búninga hannar Messíana Tómasdóttir, Kristján Guðjónsson sér um tónlist og hljóðmynd, en á sviðinu stendur Pétur Eggerz.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá þetta líst mér alveg rosa vel á og bíð spenntur eftir að sjá. Aðventa er eitt af mínum uppáhöldum íslenskra bókmennta. En svona í leiðinni þá langar mig að bjóða ykkur hér með að koma með sýninguna á Act alone einleikjahátíðina í sumar á Ísó sem verður haldin 2. - 6. júlí. Og einsog við segjum í leikhúsinu megið þið brjóta fætur og tuff tuff

Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband