25.12.2007 | 12:50
Allir komnir til byggða
Þá eru jólasveinarnir allir komnir til byggða. Sá síðasti, Kertasníkir, skilaði sér í Þjóðminjasafnið að morgni aðfangadags við mikinn fögnuð viðstaddra. Möguleikhúsið þakkar jólasveinunum og Þjóðminjasafninu samstarfið á aðventunni, en jóladagskráin í Þjóðminjasafninu nýtur sífellt vaxandi vinsælda. Það voru að jafnaði um 300 áhorfendur sem fögnuðu komu jólasveinanna dag hvern, en suma dagana jafnvel yfir 500 manns.
Jólasýningar Möguleikhússins, Smiður jólasveinanna og Hvar er Stekkjarstaur? nutu einnig mikilla vinsælda fyrir jólin, en sýndar voru 20 sýningar á Smiðnum og 27 á Stekkjarstaur. Þess má geta að síðasta sýningin á Hvar er Stekkjarstaur? verður í Fella- og Hólakirkju á öðrum degi jóla og hefst kl. 14:00.
Möguleikhúsið óskar velunnurum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og þakkar góðar móttökur á árinu sem er að líða!
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:52 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.