Stúfur og Stekkjarstaur veðurtepptir

StekkjarstaurJólasveinninn Stúfur varð að fresta heimsókn sinni í Þjóðminjasafnið í morgun vegna veðurs, enda varasamt fyrir svo lítinn svein að vera á ferli í miklu roki. Hann mun því koma þangað á morgun, laugardaginn 15. desember, ásamt Þvörusleiki bróður sínum. Veðrið í dag setti einnig strik í reikninginn hjá leikhóp Möguleikhússins sem ferðast þessa dagana um með jólaleikritið Hvar er Stekkjarstaur? Sýningu sem vera átti i Frumleikhúsinu í Keflavík var frestað til fimmtudagsins 20. desember þar sem óttast var að Stekkjarstaur fyki á haf út ef hann hætti sér suður Reykjanesbrautina í óveðrinu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband