13.12.2007 | 16:16
Jólasveinarnir koma í Þjóðminjasafnið
Þá eru íslensku jólasveinarnir farinr að tínast í hús í Þjóðminjasafninu einn af öðrum. Stekkjarstaur kom fyrstur þann 12. desember og síðan koma bræður hans hvera af öðrum. Þeir koma fram í Þjóðminjasafninu alla daga til jóla kl. 11:00. Tólfta árið í röð aðstoðar Möguleikhúsið Þjóðminjasafnið við að taka á móti sveinunum ásamt tónlistarmönnunum Guðna Franzsyni og Valgeiri Skagfjörð. Aðgangur að dagskrá jólasveinanna í safninu er ókeypis meðan húsrúm leyfir.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.