2.12.2007 | 23:33
Leikhópurinn kominn suður
Þá er leikhópurinn kominn heilu og höldnu heim úr leikferðinni um norðurland. Ókum suður á föstudag í leiðindaverðri en án vandræða. Í dag, sunnudag, voru svo tvær sýningar á Smiði jólasveinanna í Möguleikhúsinu. Fullt af fólki og allir skemmtu sér hið besta. Á mánudag hefjast síðan sýningar á hinu jólaleikritinu okkar, Hvar er Stekkjarstaur? Hér á myndinni má sjá Öldu Arnardóttur og Pétur Eggerz í hlutverkum sínum í því.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.