Leikferð um norðurland gengur vel

Bjarni og Alda bera leikmynd inn í skólann á DAlvíkMöguleikhúsið er um þessar mundir á norðurlandi að sýna leikritið Smiður jólasveinanna. Þegar þetta er skrifað er leikferðin rúmlega hálfnuð. Búið er að sýna fimm sýningar á Akureyri, eina á Laugum í Reykjadal og eina á Dalvík. Móttökur hafa allstaðar verið með eindæmum góðar og gaman að hitta börnin. Veðrið hefur líka leikið við okkur, sem ekki er sjálfgefið á þessum árstíma. Eftir er að sýna eina sýningu á Svalbarðseyrir, eina á Akureyri, eina í Hrafnagili og loks eina á Siglufirði. En þó mikið hafi verið af sýningum hefur leikhópnum þó einnig gefist dálítill frítími, sem m.a. var nýttur til að sjá æfingu á leikritinu "Þú ert nú meiri jólasveinninn" sem er einleikur Stúfs Leppalúðasonar, sýndur í samvinnu við Leikfélag Akureyrar. Þar koma við sögu tvær góðar vinkonur okkar í Möguleikhúsinu þær Katrín Þorvaldsdóttir, leikmyndahönnuður, og Ágústa Skúladóttir, leikstjóri, en þær unnu m.a. með Möguleikhúsinu sýninguna Landið vifra.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband