23.11.2007 | 14:33
Jólatörnin að hefjast
Desember er ætíð mánuður mikilla anna hjá okkur í Möguleikhúsinu og þetta ár verður svo sannarlega engin undantekning á því. Sýningar á leikritinu um Smið jólasveinanna eru að hefjast og verður sú fyrsta í Ársafni sunnudaginn 25. nóvember kl. 14:00. Alls er búið að bóka 22 sýningar á Smiðnum til jóla og 22 að auki á leiksýningunni Hvar er Stekkjarstaur? Því til viðbótar mun leikhópur Möguleikhússins aðstoða við að taka á móti íslensku jólasveinunum í Þjóðminjasafninu er nær dregur jólum. Það er því lítil hætta á að leikararnir þurfi að láta sér leiðast til jóla.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.