20.11.2007 | 13:58
Stekkjarstaur snýr aftur
Undirbúningur er nú í fullum gangi fyrir sýningar á jólaleikritum Möguleikhússins. Sýningar eru að hefjast að nýju á leikritinu Hvar er Stekkjarstaur? eftir nokkurra ára hlé. Af því tilefni hefur allt útlit sýningarinnar verið tekið til gagngerðrar endurskoðunar og má því með sanni segja að Stekkjarstaur hafi fengið andlitslyftingu er hann birtist áhorfendum nú um mánaðarmótin. Það er Helga Rún Pálsdóttir sem hefur yfirumsjón með endurnýjun á leikmyndum og búningum í sýningunni, en hún hefur oft áður komið að hönnun sýninga í Möguleikhúsinu, má þar t.d. nefna Hatt og Fatt og Smið jólasveinanna. Á meðfylgjandi mynd má sjá Bjarna Ingvarsson hamast í leikmyndagerðinni, en leikarar í sýningunni eru Pétur Eggerz og Alda Arnardóttir.
Flokkur: Menning og listir | Breytt 21.11.2007 kl. 15:22 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.