Steingerðar flórur á Hrafnaþingi

Annað Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið í Möguleikhúsinu við Hlemm miðvikudaginn 21. nóvember. Hrafnaþingin eru opin fræðsluerindi sem haldin eru annan hvern miðvikudag. Þau hefjast kl. 12:15 og er lokið kl. 13:00

Yfirskrift Hrafnaþingsins 21. nóvember er Steingerðar flórur á Íslandi.

Friðgeir Grímsson,jarðfræðingur á Jarðvísindastofnun Háskólans og gestarannsakandi á NÍ, flytur erindi þar sem hann lýsir fornum gróðursamfélögum, frá 15 til 6 milljónum árum síðan, og breytingum sem urðu á þeim á míósen tíma. Þá mun Friðgeir gera grein fyrir nýjum niðurstöðum og yfirstandandi rannsóknum sínum á yngri gróðursamfélögum í steingerðri flóru landsins.

Nánari umfjöllun um erindi Friðgeirs er á heimasíðu Náttúrfræðistofnunar á slóðinni http://ni.is/midlun-og-thjonusta/hrafnathing/greinar//nr/678, en dagskrá Hrafnaþings í vetur má finna á slóðinni http://ni.is/midlun-og-thjonusta/hrafnathing/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband