9.11.2007 | 15:27
Jólin, jólin ...
Nú styttist í jólin og því fylgir að leikhópur Möguleikhússins fer að huga að jólasýningunum. Í ár býður leikhúsið upp á tvær jólasýningar, Hvar er Stekkjarstaur? og Smiður jólasveinanna. Sýningin Hvar er Stekkjarstaur er nú tekin upp að nýju eftir nokkurra ára hlé og fær af því tilefni allnokkra andlitslyftingu. Búningahönnuðurinn Helga Rún Pálsdóttir mun hanna nýja búninga á leikarana og einnig vera leikhópnum innan handar við að endurvinna leikmyndina. Það má því eiga von á að sýningin hafi tekið nokkrum útlitsbreytingum er sýningar hefjast í lok mánaðarins. Mikil eftirspurn er eftir jólasýningunum og því um að gera fyrir þá hópa sem vilja fá til sín sýningu að draga það ekki að hafa samband og panta sýningu.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Gangi ykkur vel með jólasýningarnar. Þess óska Jólasveinar Grýlusynir og Kómedíuleikhúsið á Ísó
Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 23:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.