6.11.2007 | 12:51
Hrafnaþing í Möguleikhúsinu
Það eru ekki aðeins leiksýningar sem fram fara í Möguleikhúsinu við Hlemm. Undanfarin ár hefur Náttúrufræðistofnun Íslands staðið fyrir hálfsmánaðarlegum hádegisfyrirlestrum sem fram fara í sal leikhússins. Fundir þessir, sem nefndir eru Hrafnaþing, eru öllum opnir og hafa notið mikilla vinsælda. Nú er að koma að fyrsta Hrafnaþingi þessa vetrar, en það verður miðvikudaginn 7. nóvember og hefst kl. 12:00. Sigurður H. Magnússon, plöntuvistfræðingur á NÍ, flytur erindi þar sem hann gefur stutt yfirlit yfir vöktun á þungmálmum í Evrópu og segir frá helstu niðurstöðum rannsókna hér á landi, einkum í nágrenni iðjuveranna í Straumsvík og á Grundartanga.
Nánari umfjöllun um erindi Sigurðar er á heimasíðu Náttúrfræðistofnunar á slóðinni http://ni.is/midlun-og-thjonusta/hrafnathing/greinar/nr/667, en dagskrá Hrafnaþings í vetur má finna á slóðinni http://ni.is/midlun-og-thjonusta/hrafnathing/
Nánari umfjöllun um erindi Sigurðar er á heimasíðu Náttúrfræðistofnunar á slóðinni http://ni.is/midlun-og-thjonusta/hrafnathing/greinar/nr/667, en dagskrá Hrafnaþings í vetur má finna á slóðinni http://ni.is/midlun-og-thjonusta/hrafnathing/
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.