6.11.2007 | 11:23
Leikhópur á ferð og flugi
Það er skjótt skipt á milli sýninga hjá leikhóp Möguleikhússins þessa dagana. Í lok síðustu viku voru sýningar á Langafa prakkara í Reykjavík og á Akranesi,á mánudag var brunað með Landið vifra austur fyrir fjall og sýnt í Hveragerði og í dag, þriðjudag, var sýning á Höll ævintýranna í leikskólanum Fellaborg í Breiðholtinu. Innan skamms hefjast síðan sýningar á jólaleikritunum Hvar er Stekkjarstaur? og Smiði jólasveinanna og hafa þegar verið bókaðar um 30 sýningar á þeim. Það er því ljóst að það verður í nógu að snúast hjá leikhópnum á næstunni.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.