31.10.2007 | 19:04
Langafi prakkari á Akranesi
Möguleikhúsið sýnir barnaleikritið Langafi prakkari í sal Tónlistarskólans á Akranesi laugardaginn 3. nóvember kl. 14 og 16. Sýningarnar eru hluti svokallaðra Vökudaga á Akranesi og er aðgangur ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Vonandi sjá sem flest börn á Akranesi sér fært að mæta og taka mömmu og pabba með. Það eru þau Aino Freyja Järvelä og Bjarni Ingvarsson sem fara með hlutverkin í sýningunni, en hún byggir sem kunnugt er á sögum Sigrúnar Eldjárns.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.