
Möguleikhúsið við Hlemm fékk örlitla andlitslyftingu fyrir skömmu þegar gluggar hússins voru skreyttir stórum myndum úr hinum ýmsu sýningum leikhússins. Geta nú vegfarendur dundað sér við að geta upp á úr hvaða verkum þeir finna myndir í gluggunum og hvaða leikarar þar eru á ferðinni. Þessar nýju merkingar eru hlut af átaki okkar til að gera leikhúsið sýnilegra í samfélaginu og vekja athygli á því sem það hefur upp á að bjóða. Vonandi verður þetta líka til að lífga aðeins upp á umhverfið við Hlemm, sem oft á tíðum vill verða útundan er hugað er að betrumbótum í miðbænum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.