29.10.2007 | 11:29
Regnboginn hefur stigið sín fyrstu spor í Möguleikhúsinu
Strengjaleikhúsið frumsýndi Spor regnbogans eftir þær Messíönu Tómasdóttur og Karólínu Eiríksdóttur í Möguleikhúsinu á laugardaginn við góðar undirtektir áhorfenda. Í dag, mánudaginn 29. október, voru svo tvær sýningar á verkinu til viðbótar hjá okkur. Áhorfendur voru leikskólabörn og fór ekki á milli mála að það var mikil upplifun fyrir þau að koma í leikhúsið. Nú liggja Spor regnbogans út fyrir veggi Möguleikhússins og verður m.a. sýnt í Norræna húsinu og Gerðubergi. Við í Möguleikhúsinu þökkum Messíönu og strengjaleikurum hennar kærlega fyrir samstarfið og óskum þeim góðs gengis með sýninguna.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.