Strengjaleikhúsið æfir í Möguleikhúsinu við Hlemm

Spor regnbogansStrengjaleikhúsið er um þessar mundir að æfa flautu- og leikbrúðuverkið Spor regnbogans í húsnæði Möguleikhússins við Hlemm. Í sýningunni, sem ætluð er börnum á leikskólaaldri, endurspeglast tilfinningar, samskipti og litir regnbogans í tónlistinni. Höfundur að handriti og leikbrúðum er Messíana Tómasdóttir, en Guðrún S. Birgisdóttir flautuleikari leikur tónverkið SPOR eftir Karólínu Eiríksdóttur í sýningunni. Á sviðinu eru einnig Aino Freyja Järvelä og Sigríður Sunna Reynisdóttir sem stjórna leikbrúðunum Svaninum og Ófelíu.

Það er okkur í Möguleikhúsinu sérstök ánægja að fá Strengjaleikhúsið til okkar, ekki síst þar sem forsprakki þess, Messíana Tómasdóttir, hefur oft unnið með okkur að sýningum sem höfundur leikmynda og búninga, síðast í sýningunni um Sæmund fróða.

Frumsýning á Sporum regnbogans verður laugardaginn 27. október kl. 14:00, en eftir það verður boðið upp á sérstakar sýningar fyrir leikskóla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband