190. sýning á Langafa prakkara

Langafi prakkari190. sýning Möguleikhússins á leikritinu Langafi prakkari verður í Öskjuhlíðarskóla mánudaginn 22. október. Leikritið, sem byggir á sögum Sigrúnar Eldjárns, var frumsýnt 14. október 1999 og þá sýnt við miklar vinsældir um þriggja ára skeið. Sýningar voru síðan teknar upp að nýju í janúar á þessu ári og ljóst að vinsældir Langafa og Önnu litlu hafa síst minnkað frá því sem áður var, en það eru þau Aino Freyja Järvelä og Bjarni Ingvarsson sem leika þau skötuhjúin. Langafi prakkari er þar með komin í hóp allra vinsælustu sýninga Möguleikhússins, en sýningarmetið á sýningin um hinar böldnu systur Snuðru og Tuðru, en sýningar á henni urðu 221 talsins. Nú er bara að sjá hvort Langafa takist að slá það sýningarmet.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Bara af því að það eru svo fáar athugasemdir við færslur Möguleikhússins.

Gangi ykkur allt í haginn!

Hallmundur Kristinsson, 21.10.2007 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband