12.10.2007 | 14:41
Sæmundarskóli heilsar upp á Sæmund fróða
Sæmundarskóli er einn af nýrri grunnskólum Reykjavíkur og er staðsettur í Grafarholtinu. Það var vel við hæfi að nemaendur Sæmundarskóla komu í Möguleikhúsið í morgun að sjá sýningar á Sæmundi fróða og fengu þar að kynnast þeirri persónu sem skólinn er nefndur eftir. Komið var með hópnn í tveimur hlutum, sá fyrr á sýningu kl. 10:30 og sá síðari kl. 12:15. Ekki var annað að sjá en að allir skemmtu sér hið besta og stigu aftur í rúturnar með bros á vör að sýningu lokinni. Við þökkum nemendum og kennurum Sæmundarskóla fyrir komuna og hlökkum til að hitta þau aftur síðar.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.