11.10.2007 | 14:47
Sæmundi fróða vel tekið í Öskjuhlíðarskóla
Möguleikhúsið sýndi Sæmund fróða fyrir eldri nemendur í Öskjuhlíðarskóla í morgun, fimmtudaginn 11. október. Nemendurnir tóku sýningunni með eindæmum vel, skemmtu sér hið besta og voru í alla staði til fyrirmyndar. Enn sem fyrr var það okkur í leikhópnum sönn ánægja að heimsækja skólann og kunnum við nemendum og starfsfólki bestu þakkir fyrir góðar móttökur.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.