9.10.2007 | 09:50
Góðar móttökur á Skagaströnd
Leikhópur Möguleikhússins sýndi leiksýninguna Landið vifra í félagsheimilinu á Skagaströnd mánudaginn 8. okt. Áhorfendur voru börnin úr leik- og grunnskóla staðarins. Undirtektir voru mjög góðar og móttökurnar er við mættum á staðinn ekki síðri. þar sem húsvörðurinn tók á móti okkur með ný uppáhelltu kaffi. Heldur var vetrarlegra um að litast þarna fyrir norðan en í höfuðborginni, þar sem jörð hafði orðið alhvít fyrir helgina. Var okkur tjáð að á laugardag hefðu menn brunað þar um grundir á vélsleðum, en nú var snjórinn allnokkuð farinn að bráðna. Takk fyrir okkur!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.