Möguleikhúsið heimsækir norðurland

475002_125_2513 Leikhópur Möguleikhússins mun bregða undir sig betri fætinum mánudaginn 8. október og halda norður fyrir heiðar með leiksýninguna Landið vifra. Sýningin byggir á barnaljóðum Þórarins Eldjárns og var frumsýnd í janúar 2005. Hún var síðan tilnefnd til Grímuverðlauna síðar það sama ár og hefur allar götur síðan verið sýnd við miklar vinsældir. Atli Heimir Sveinsson samdi sérstaklega nokkur ný sönglög við ljóð Þórarins fyrir sýninguna. Leikstjóri sýningarinnar er Ágústa Skúladóttir og leikarar eru Aino Freyja Järvelä, Alda Arnardóttir og Pétur Eggerz.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband