Gísli Súrsson og Skrímsli á suðvesturhorninu

692548_gisli_sursson Kómedíuleikhúsið er þessa dagana á ferðinni á höfuðborgarsvæðinu og sýnir leikritin Gísla Súrsson og Skrímsli í samvinnu við Möguleikhúsið. Sýningar fara fyrst og fremst fram í grunnskólum, en almenningi gefst kostur að sjá Gísla Súrsson í Möguleikhúsinu við Hlemm 12. október kl. 20:00. Það er Elfar Logi Hannesson sem leikur einleik í báðum sýningunum, en hann hefur á undanförnum árum vakið mikla athygli fyrir frumkvæði sitt við rekstur atvinnuleikhúss á Ísafirði og einnig hefur hann staðið fyrir einleikjahátíðinni Act alone.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband