Strengjaleikhúsið gengur til samstarfs við Möguleikhúsið

Spor regnbogansStrengjaleikhúsið sýnir flautu- og leikbrúðuverkið Spor regnbogans í Möguleikhúsinu við Hlemm.  Frumsýningin verður sunnudaginn 21. okt. kl. 14:00.
Hér endurspeglast tilfinningar, samskipti og litir regnbogans í tónlistinni.
Í sýningunni, sem ætluð er börnum á leikskólaaldri, leikur Guðrún S. Birgisdóttir flautuleikari SPOR eftir Karólínu Eiríksdóttur. Höfundur að handriti og leikbrúðum er Messíana Tómasdóttir. Aino Freyja Järvelä og Sigriður Sunna Reynisdóttir stjórna leikbrúðunum Svaninum og Ófelíu.
Sýningin verður einnig sýnd í Norræna húsinu og Gerðubergi.
Nótur og texti lokalags verður sent til kennara, svo og sagan í sýningunni.
Auk þess er efni fyrir myndlistarsmiðju við hæfi barnanna í boði án endurgjalds.
Það inniheldur táknmál tíu regnbogalita og leiðbeiningar fyrir grímugerð í formi og litum tilfinninga.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband