Leikhúsveisla fjölskyldunnar tókst með ágætum

S.l. sunnudag efndi Möguleikhúsið í fyrsta sinn til "leikhúsveislu fjölskyldunnar". Sýndar voru sex sýningar, hver á eftir annarri og hófst sú fyrsta kl. 11 um morguninn. Nokkuð var um að fjölskyldur kæmu að sjá fleiri en eina sýningu og voru þess jafnvel dæmi að sama fólkið kæmi að sjá þrjár sýningar í röð. Þá má geta þess að áberandi var að fleiri mæður en feður komu með börnum sínum að sjá sýningarnar. Það er von okkar að við getum gert leikhúsveislu sem þessa að árlegum viðburði í upphafi leikárs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband