17.9.2007 | 12:05
Ný sæti í Möguleikhúsinu
Nokkrar endurbætur hafa staðið yfir í Möguleikhúsinu við Hlemm undanfarna daga. Gömlu gulu sætin, sem á sínum tíma voru fengin frá kvikmyndahúsi varnaliðsins á Keflavíkurflugvelli, máttu muna sinn fífi fegurri og fengu að víkja fyrir glænýjum fagurbláum sætum. Þá hefur einnig verið skipt um gler í gluggum leikhússins og er nú allstaðar komið tvöfalt gler í stað þess gamla einfalda. Allt er þetta skref í áttina að því að búa betur að áhorfendum leikhússins.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju með það
María Kristjánsdóttir, 17.9.2007 kl. 12:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.