Færsluflokkur: Menning og listir
12.10.2007 | 14:41
Sæmundarskóli heilsar upp á Sæmund fróða
Sæmundarskóli er einn af nýrri grunnskólum Reykjavíkur og er staðsettur í Grafarholtinu. Það var vel við hæfi að nemaendur Sæmundarskóla komu í Möguleikhúsið í morgun að sjá sýningar á Sæmundi fróða og fengu þar að kynnast þeirri persónu sem skólinn er nefndur eftir. Komið var með hópnn í tveimur hlutum, sá fyrr á sýningu kl. 10:30 og sá síðari kl. 12:15. Ekki var annað að sjá en að allir skemmtu sér hið besta og stigu aftur í rúturnar með bros á vör að sýningu lokinni. Við þökkum nemendum og kennurum Sæmundarskóla fyrir komuna og hlökkum til að hitta þau aftur síðar.
11.10.2007 | 14:47
Sæmundi fróða vel tekið í Öskjuhlíðarskóla
9.10.2007 | 09:50
Góðar móttökur á Skagaströnd
Leikhópur Möguleikhússins sýndi leiksýninguna Landið vifra í félagsheimilinu á Skagaströnd mánudaginn 8. okt. Áhorfendur voru börnin úr leik- og grunnskóla staðarins. Undirtektir voru mjög góðar og móttökurnar er við mættum á staðinn ekki síðri. þar sem húsvörðurinn tók á móti okkur með ný uppáhelltu kaffi. Heldur var vetrarlegra um að litast þarna fyrir norðan en í höfuðborginni, þar sem jörð hafði orðið alhvít fyrir helgina. Var okkur tjáð að á laugardag hefðu menn brunað þar um grundir á vélsleðum, en nú var snjórinn allnokkuð farinn að bráðna. Takk fyrir okkur!
4.10.2007 | 14:40
Möguleikhúsið heimsækir norðurland
3.10.2007 | 12:41
Gísli Súrsson og Skrímsli á suðvesturhorninu
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2007 | 21:08
Strengjaleikhúsið gengur til samstarfs við Möguleikhúsið
Hér endurspeglast tilfinningar, samskipti og litir regnbogans í tónlistinni.
Í sýningunni, sem ætluð er börnum á leikskólaaldri, leikur Guðrún S. Birgisdóttir flautuleikari SPOR eftir Karólínu Eiríksdóttur. Höfundur að handriti og leikbrúðum er Messíana Tómasdóttir. Aino Freyja Järvelä og Sigriður Sunna Reynisdóttir stjórna leikbrúðunum Svaninum og Ófelíu.
Sýningin verður einnig sýnd í Norræna húsinu og Gerðubergi.
Nótur og texti lokalags verður sent til kennara, svo og sagan í sýningunni.
Auk þess er efni fyrir myndlistarsmiðju við hæfi barnanna í boði án endurgjalds.
Það inniheldur táknmál tíu regnbogalita og leiðbeiningar fyrir grímugerð í formi og litum tilfinninga.
26.9.2007 | 22:39
Vel heppnaðri leikferð lokið
Leikferð Möguleikhússins með leiksýninguna Sæmund fróða um vestfirði er nú lokið. Þrátt fyrir misjafnt veður gekk leikferðin með miklum ágætum og voru undirtektir áhorfenda allstaðar mjög góðar. Var sérstaklega gaman að finna þann mikla áhuga sem skólar á suðurfjörðunum sýndu sýningunni, en þeir staðir sem leikhúsið heimsótti að þessu sinni voru Súðavík, Bolungarvík, Bíldudalur, Tálknafjörður, Patreksfjörður og Birkimelur. Kann leikhúsið vestfirðingum bestu þakkir fyrir góðar mótttökur.
21.9.2007 | 15:20
Möguleikhúsið heimsækir vestfirði
Dagana 24. - 26. september verður Möguleikhúsið á ferð um vestfirði með leiksýninguna Sæmundur fróði. Sýnt verður í sex grunnskólum. Fyrsta sýningin er 24. sept. kl. 8.16 í Grunnskóla Súðavíkur, þaðan liggur síðan leiðin til Bolungarvíkur þar sem sýnt er kl. 11. Þriðjudaginn 25. sept. kl. 8.40 er sýnt í félagsheimilinu Baldurshaga á Bíldudal og síðan á Tálknafirði kl. 11. Miðvikudaginn 26. sept. er síðn sýning í Grunnskóla Patreksfjarðar kl. 8.40 og í Grunnskólanum Birkimel á Barðaströnd kl. 11. Það verður semsagt í nógu að snúast hjá leikhópnum næstu dagana.
Menning og listir | Breytt 19.10.2007 kl. 13:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2007 | 12:28
Leikhúsveisla fjölskyldunnar tókst með ágætum
S.l. sunnudag efndi Möguleikhúsið í fyrsta sinn til "leikhúsveislu fjölskyldunnar". Sýndar voru sex sýningar, hver á eftir annarri og hófst sú fyrsta kl. 11 um morguninn. Nokkuð var um að fjölskyldur kæmu að sjá fleiri en eina sýningu og voru þess jafnvel dæmi að sama fólkið kæmi að sjá þrjár sýningar í röð. Þá má geta þess að áberandi var að fleiri mæður en feður komu með börnum sínum að sjá sýningarnar. Það er von okkar að við getum gert leikhúsveislu sem þessa að árlegum viðburði í upphafi leikárs.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2007 | 12:05