Mikið fjallað um úthlutanir til leikhópa

Grímur og galdramaðurinnÞað hefur verið talsverð umfjöllun í fjölmiðlum síðustu daga um úthlutanir Menntamálaráðuneytisins til sjálfstæðra leikhúsa og þá staðreynd að þar er Möguleikhúsið sett út í kuldann að þessu sinni. Við í Möguleikhúsinu sitjum sveitt við það að reyna að finna lausn á málinu, munum ekki hætta starfseminni hér þegjandi og hljóðalaust. Þetta hefur haft þau áhrif að lítt hefur verið unnt að sinna annarri vinnu, æfingar á Aðventu hafa að mestu legið niðri, en vonandi gefst okkur eitthvert tóm til að halda þeim áfram á næstunni. Í morgun var viðtal við Aino Freyju Järvelä í morgunútvarpi Rásar 1 þar sem fjallað var um styrkveitingarnar. Viðtalið má heyra á þessari slóð:

http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4379699/6

Í ljósi þeirrar athygli sem Möguleikhúsið og saga þess hefur fengið undanfarið fylgir hér ein mynd af fyrstu sýningu leikhússins vorið 1990, en það var Grímur og galdramaðurinn eftir Pétur Eggerz.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Öll umræða er af hinu góða og vonandi leiðir hún að góðri niðurstöðu líka - allavega að það komi uppá borðið hver stefna Leiklistarráðs sé. Við sem höfum unnið í barnaleikhúsi síðustu ár vitum öll og getum meira að segja vottað það hve Möguleikhúsið hefur umbyllt barnaleikhúsi og bara barnamenningu almennt hér á landi. Því hýtur það að vera krafa að ráðuneytið skelli fimmára samningi á borðið til handa Möguleikhúsinu.

Elfar Logi Hannesson (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband